30.03.1928
Neðri deild: 61. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3537 í B-deild Alþingistíðinda. (3273)

113. mál, verðtollur

Hannes Jónsson:

Jeg held, að ekki sje ástæða til að óttast, að menn hafi þegar gert þær ráðstafanir, sem ekki er hægt að kippa til baka. Tíminn er svo rúmur til 1. júlí, að óþarfi væri að gera þær, fyr en eftir að lögin væru fullkomlega afgr. frá þinginu. Þó að þessi brtt. verði samþ., kemur það varla verulega í bága við ráðstafanir innflytjenda, og enn síður hættulega. Það má telja víst, að alment hafi verið litið svo á, að vafasamt væri, hvort þessi tekjuauki næði fram að ganga, því svo mikið hefir það verið útbásúnað, hvað þetta sje hættuleg stefna. Og jeg geri ráð fyrir, að menn hafi ekki lagt út í þessar ráðstafanir fyr en þeir væru vissir um, að frv. gengi fram, enda væri tíminn nægur til þess.