16.02.1928
Neðri deild: 24. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3567 í B-deild Alþingistíðinda. (3299)

40. mál, bæjarstjórn í Neskaupstað í Norðfirði

Pjetur Ottesen:

Út af því, sem hv. 1. þm. S.-M. sagði um það, að áður hefði komið til kasta stjórnarinnar að leysa þessi vandkvæði, sem á eru í Norðfirði, á þann hátt, sem háttv. 3. landsk. lagði til í Ed., en ekkert orðið úr framkvæmdum, vil jeg geta þess, að framkvæmdir í þessu máli strönduðu á því, að stjórnin hafði enga heimild til að verja fje í þessu skyni.