28.03.1928
Neðri deild: 59. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3583 í B-deild Alþingistíðinda. (3314)

40. mál, bæjarstjórn í Neskaupstað í Norðfirði

Frsm. minni hl. Magnús Guðmundsson):

Mjer skilst það bera á milli, hvort Norðfjörður á að fá sjerstakan dómara og bæjarstjórn. Jeg held, að það sje enginn sjerstakur bagi að því fyrir Norðfirðinga, þó að þeir fái ekki sjerstakan dómara, því að þar mun ekki vera svo mikið um dómsmál. Það hefir ekki heldur mikið að segja, hvort stjórn bæjarins er í höndum bæjarstjórnar eða hreppsnefndar, og jeg þekki þess dæmi, að staður, sem fengið hefir bæjarstjórn, mundi mjög gjarnan óska sjer hreppsnefndar aftur í staðinn. Mjer finst því hyggilegra að athuga þetta betur og fela stj. það til frekari rannsóknar.

Jeg skál endurtaka það, að hjer er þörf á að gera breytingu, en það er hægt á ódýrari hátt og hentugri, með því að fela einum og sama manni hreppstjórastöðuna ásamt innheimtu- og oddvitastörfum. Jeg hygg, að fleiri komi á eftir með sömu kröfu, ef sú leið er farin, sem í frv. felst.

Brtt. hæstv. forsrh. mun jeg greiða atkv. mitt. En mjer þótti leiðinlegt, að hann skyldi gleyma einhverju versta uppnefninu á íslenskum stað, en það er Öfjord fyrir Akureyri, og kveður þar svo ramt að, að útlendingar, og sjerstaklega Danir, skilja alls ekki, er Akureyri er nefnd, og jafnvel ekki þótt maður segi Akuræri. (Forsrh. TrÞ: Rjett).