03.04.1928
Efri deild: 64. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3587 í B-deild Alþingistíðinda. (3321)

40. mál, bæjarstjórn í Neskaupstað í Norðfirði

Frsm. meiri hl. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv., komið aftur frá hv. Nd. og hefir þar orðið fyrir dálítilli breytingu. Jeg skal sem flm. lýsa yfir því, að jeg lít svo á, að breyting þessi hafi ekkert verulegt gildi; hún er í því fólgin, eins og kunnugt er, að í stað nafnsins „Norðfjörður“ komi: Neskaupstaður. Um þetta atriði geta verið deildar meiningar, en jeg álít, að hv. Nd. hafi tekið máli þessu mjög vinsamlega og vil lýsa ánægju minni yfir því, að málið hefir fengið þessa afgreiðslu. Vil jeg því eindregið leggja til, að frv. verði samþ. eins og það nú liggur fyrir.