07.03.1928
Efri deild: 41. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3616 í B-deild Alþingistíðinda. (3336)

92. mál, síldarbræðslustöðvar

Jón Þorláksson:

Jeg stend hjer upp til þess að gera grein fyrir brtt. þeirri, sem jeg hefi leyft mjer að bera fram og útbýtt er nú á fundinum. Jeg hefi borið hana fram vegna ummæla hæstv. fjmrh. við 2. umr. málsins. Hann taldi þá líklegast, að verksmiðjan mundi verða bygð fyrir ríkisfje, vegna þess, að nú sem stendur væri enginn fjelagsskapur til, sem treysta mætti til að gangast fyrir þeim framkvæmdum. Hinsvegar gerði hæstv. ráðh. ráð fyrir, að vel gæti komið til mála að selja verksmiðjuna síðar fjelagi einstakra manna, ef það yrði talið hagkvæmt. Nú stendur svo á, að minni hyggju, að vegna ákvæðis í stjórnarskránni er ekki hægt að gera þetta nema fyrir því sje sjerstök lagaheimild. Brtt. mín fer ekki fram á annað en að veita stjórninni þessa heimild. Jeg vænti þess, að hún fái góðar undirtektir, og sjerstaklega, að hæstv. fjmrh. geti fallist á hana, því að hún gerir stjórninni mögulegt að fara hverja þá leið, sem henni þykir heppilegust þeirra þriggja leiða, sem hjer er um að ræða.