13.04.1928
Neðri deild: 70. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1332 í B-deild Alþingistíðinda. (334)

1. mál, fjárlög 1929

Forseti (BSv):

Það var full ástæða til að spyrja hv. nefnd, hvað þessu frv. liði, og engu síður, þótt sama hv. nefnd vanrækti í fyrra að skila nál. fyr en 2–3 dögum fyrir þinglausnir. Eftir þingsköpum getur forseti krafið nefndir um álit, ef það dregst um skör fram, að þau komi. Því gerði jeg það nú, að gefnu tilefni, eftir hinar löngu umræður um samgöngumál.