07.03.1928
Efri deild: 41. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3620 í B-deild Alþingistíðinda. (3342)

92. mál, síldarbræðslustöðvar

Fjmrh. (Magnús Kristjánsson):

Jeg hefi ekkert á móti því að vera yfirheyrður dálítið, en verð þó að telja, að jeg sje búinn að svara þessu afdráttarlaust. Jeg álít, að í orðum frv. „eða láta starfrækja“ liggi þessi heimild. (JóhJóh: Til að leigja, en ekki selja). En verði þó litið svo á, að frekari heimildar sje nauðsyn, þá skil jeg ekki í öðru en að afarauðvelt verði að fá samþykki þingsins, þegar þar að kemur. Jeg sje enga ástæðu til að tefja tímann með þessum umr., en tel, að málið sje vel farið, hvort sem brtt. verður samþ. eða ekki.