21.01.1928
Efri deild: 3. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1333 í B-deild Alþingistíðinda. (338)

7. mál, skógar, kjarr og lyng

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Þetta frv., er endurskoðun á nærfelt 20 ára gamalli löggjöf, skógræktarstjóri samdi það upphaflega og sendi til ríkisstjórnarinnar með tilmælum um, að hún bæri það fram á Alþingi. Stjórnin sneri sjer til Einars Helgasonar garðyrkjustjóra og leitaði álits hans um frv. Gerði hann við það nokkrar athugasemdir, sem stjórnin hefir tekið til greina. Jeg hygg, að greinargerð frv. geri nægilega grein fyrir þeim nýmælum, sem í því felast, svo að jeg mun ekki fara lengra út í þá sálma, en leyfi mjer að leggja til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til landbn.