29.03.1928
Efri deild: 60. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3673 í B-deild Alþingistíðinda. (3393)

92. mál, síldarbræðslustöðvar

Páll Hermannsson:

Þegar þetta frv. var til 3. umr. í þessari deild, var samþykt brtt., sem heimilaði ríkisstjórninni að selja hina væntanlegu síldarverksmiðju. Jeg var einn af þeim, sem þá greiddu þessari brtt. atkv. með hliðsjón af því, að mjer virtist koma fram í umr., að yrði slíkt gert, yrði það gert með ráðum meiri hl. þings. Virtist mjer, að ekki gæti komið til sölu að öðrum kosti, því að engin stjórn myndi taka slíkar ákvarðanir án þess að meiri hluti samþykti. Nú hafa umræður þær, er hjer hafa farið fram, gefið ástæðu til að ætla, að söluheimild þessi kynni að verða notuð í trássi við meiri hl., og ljet háttv. 3. landsk. nokkur ummæli falla, sem bentu til þess. Svo getur staðið á, að stjórn gefist færi á að selja án þess að meiri hl. samþykki. Með hliðsjón af þessum bendingum lýsi jeg yfir því, að eins og jeg var áður fús til að greiða till. hv. 3. landsk. atkv. mitt með þeim skilningi, sem jeg þá lagði í hana, svo greiði jeg viðaukatillögu þeirri, er hjer liggur fyrir, atkv. mitt eftir þeim skilningi, sem lagður er í brtt. nú.