03.04.1928
Neðri deild: 64. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3675 í B-deild Alþingistíðinda. (3399)

92. mál, síldarbræðslustöðvar

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ef talið væri saman, hve oft hv. 2, þm. G.-K. hefir staðið upp hjer í deildinni til að fá frest á málum, býst jeg við, að það reyndist ósjaldan. En um þetta mál er það að segja, að það hefir nú verið tvisvar áður á dagskrá og ætti því að vera sæmilega rætt. Hinsvegar væri mjög bagalegt að fresta afgreiðslu málsns nú, og eru til þess ástæður, sem hv. þm. eru kunnar eigi síður en mjer. Til þess að sýna, að frestunin skiftir engu um úrslit málsins, skal jeg benda á það, að af þeim 3 þm., sem nú eru fjarverandi, eru 2 framsóknarmenn, en aðeins einn íhaldsmaður.