03.04.1928
Neðri deild: 64. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3730 í B-deild Alþingistíðinda. (3429)

92. mál, síldarbræðslustöðvar

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Öðruvísi mjer áður brá! Sú var tíðin, að Ísfirðingar sendu Jón Sigurðsson forseta á þing. Sú var tíð, að Ísfirðingar sendu Skúla Thoroddsen eldra á þing. Sú var tíð, að Skúli Thoroddsen yngri skildi þennan hv. þm. eftir norður við Ísafjarðardjúp, er hann hjelt suður á þing.

Nú hafa Norður-Ísfirðingar sent þann mann á þing, sem ekki skilur, að það er sjálfstæðismál, að Íslendingar sjálfir taki strandferðirnar í sínar hendur.