03.04.1928
Neðri deild: 64. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3736 í B-deild Alþingistíðinda. (3441)

92. mál, síldarbræðslustöðvar

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg vil benda mönnum á, að málið horfir nú alt öðruvísi við en þegar það var áður til umr. hjer í hv. deild. Því að ef breytingar verða nú samþyktar á því, þá þarf málið að koma fyrir Sþ., og til þess að það verði samþ. þar þarf 2/3 atkv. með því.

Í öðru lagi eru þessar till. þess eðlis, að þær geta ekki haft nein áhrif á gang málsins fyrir næsta þing, þar sem sú hlið málsins kemur ekki til framkvæmda fyr, og er því nógu snemt að koma þeim inn þá, ef meiri hl. þingsins er með þeim.