09.03.1928
Neðri deild: 43. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3765 í B-deild Alþingistíðinda. (3463)

86. mál, Strandarkirkja og sandgræðsla í Strandarlandi

Magnús Guðmundsson:

Örfá orð. Jeg vildi aðeins gera þá fyrirspurn til háttv. landbn. út af þeim orðum, sem standa í 4. gr. frv., að Strandarkirkju skuli skilað fornum eignum sínum, hvort ekki hafi verið selt eitthvað af þessum eignum. Mjer er sagt að seldar hafi verið jarðir, sem kirkjan átti áður, og þá þykir mjer tvísýnt, hvort hægt sje að afhenda aftur þær eignir. Það má nú vera, að þetta sje ekki rjett, en ef svo er, að jarðir hafi verið þannig seldar, getur erfitt orðið að ná þeim aftur. Það mætti náttúrlega hugsa sjer, að andvirði þeirra yrði endurgreitt, en það liggur næst að skilja orðalag greinarinnar þannig, að það eigi að skila aftur eignunum sjálfum. Ef hv. nefnd hefir ekki athugað þetta, liggur ekki á svari fyr en við 3. umr.