29.03.1928
Neðri deild: 60. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4020 í B-deild Alþingistíðinda. (3582)

77. mál, einkasala á síld

Frsm. minni hl. (Ólafur Thors):

Jeg vil leyfa mjer að beina þeirri ósk til hæstv. forseta, að þetta mál verði ekki tekið á dagskrá fyr en á laugardag, svo framarlega sem sá dráttur tefur ekki störf þingsins. Fyrir mjer vakir að reyna að fá samræmdar þær brtt., sem jeg veit, að muni koma fram, ef vera mætti, að hægt yrði að draga úr þeim umræðum, sem annars mundu verða um þær. En eins og jeg hefi tekið fram, æski jeg þessa því aðeins, að hæstv. forseti telji ekki, að það tefji störf hv. deildar.