16.02.1928
Efri deild: 24. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1354 í B-deild Alþingistíðinda. (362)

7. mál, skógar, kjarr og lyng

Jón Þorláksson:

Jeg álít ákvæði 7. gr. frv. um að leyfa að nota skógsvæði sem beitiland alt sumarið og fram á haust svo mikla afturför frá þeim ákvæðum, sem gilt hafa um þetta efni, að jeg get ekki greitt því atkv. mitt. Jeg geri mjer hinsvegar vonir um, að svo mikill áhugi sje fyrir skógrækt í landinu, að ef tími vinst til þess að athuga málið, muni verða fitjað upp að nýju á nauðsynlegum endurbótum á löggjöfinni, en þá sneitt hjá þessum ágalla, sem jeg tel svo mikinn, að hann gengur næst því að leggja alla starfsemi í þessu efni niður.