12.04.1928
Efri deild: 68. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4215 í B-deild Alþingistíðinda. (3667)

88. mál, atvinnuleysisskýrslur

Fjmrh. (Magnús Kristjánsson):

Jeg þykist sjálfráður að því, hvaða mál jeg læt til mín taka, en hvað verkaskiftinguna snertir, þá er hún ekki svo rígskorðuð sem hv. 3. landsk. vill vera láta. Mjer dettur ekki í hug að banna samverkamönnum mínum að flytja mál, sem þeir álíta nauðsynlegt, þó að það að einhverju leyti kynni að geta fallið undir mitt verksvið, auk þess, sem ekki er hægt að banna neinum þm. að taka þátt í umræðum um mál, sem á dagskrá standa.