21.01.1928
Neðri deild: 3. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1358 í B-deild Alþingistíðinda. (371)

21. mál, lífeyrir starfsmanna Búnaðarfélags Íslands

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg ætla aðeins að gera örlitla athugasemd út af þeim orðum hv. 1. þm. Reykv. (MJ), hvort ekki bæri að taka fleiri stofnanir inn undir ákvæði lífeyrissjóðslaganna en Búnaðarfjelagið.

Þegar stjórninni barst brjef frá Búnaðarfjelagi Íslands um þetta mál, sneri atvmrh. sjer til Fiskifjelagsins og spurði, hvort það óskaði eftir að njóta sömu kjara og hjer er farið fram á. Stjórn Fiskifjelagsins svaraði með brjefi, að hún gæti ekki lagt til, að svo yrði eins og nú stæðu sakir.