13.04.1928
Efri deild: 70. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4260 í B-deild Alþingistíðinda. (3720)

132. mál, hlunnindi fyrir lánsfélög

Frsm. (Einar Árnason):

Frv. þetta er komið frá hv. Nd. og var þar flutt af hv. þm. V.-Ísf. og hv. 1. þm. Skagf. Við meðferð málsins þar tók það nokkrum breytingum, sem telja verður, að sjeu til bóta. Frv. fer fram á að heimila fjármálaráðherra að veita veðlánafjelagi, ef stofnað yrði, nokkur hlunnindi, sem nefnd eru í 2. og 3. grein frv. Ákvæði 4. greinar voru sett inn í Nd., og eru þess efnis, að ef heimildin sje ekki notuð fyrir 1. janúar 1930, falli lögin úr gildi. Jeg sje ekki ástæðu til að fara alment að ræða um efni frv. Fjhn. Ed. hefir athugað það og ekki sjeð ástæða til að gera brtt. við það, en mælir með því, að hv. deild samþykki það eins og það liggur nú fyrir.