27.03.1928
Efri deild: 58. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4276 í B-deild Alþingistíðinda. (3734)

82. mál, áfengislög

Frsm. meiri hl. (Ingvar Pálmason):

Það er ekki mikið, sem jeg þarf að segja að þessu sinni. Það liggja hjer fyrir brtt. á tveimur þskj., sem teknar voru aftur við 2. umr., og auk þess hefir nú bætst við brtt., sem er að finna á þskj. 604.

Viðvíkjandi brtt. á þskj. 585 skal jeg geta þess, að frá mínu sjónarmiði sjeð eru sumar þeirra til bóta, en hinar læt jeg hlutlausar. Þó mun jeg ekki greiða 4. brtt. atkv., en geri það ekki að kappsmáli, að hún verði feld. Hinar þrjár brtt. sje jeg ekkert sjerstaklega athugavert við, enda verður að telja 2. og 3. brtt. fremur til bóta.

Þá hefir komið fram brtt. frá hæstv. dómsmrh. á þskj. 592, sem jeg tel mjög nauðsynlega og ekki síður að hennar sje þörf, ef 4. brtt. á þskj. 585 verður samþ.

Þá er aðeins eftir brtt. frá hv. 3. landsk., á þskj. 604, þar sem lagt er til, að 13. gr. frv. falli niður. Jeg get ekki mælt með þessari brtt., enda geri jeg ekki ráð fyrir, að hún verði samþ. Þó að dálítill ágreiningur væri í nefndinni um ýmsar gr. frv., leit jeg svo á, að þær brtt., sem fram komu frá nefndinni, væru samkomulagsatriði, og geri því ekki ráð fyrir, að nefndin gan.gi frá því.

Annars sje jeg ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um málið. Það hefir gengið með mikilli rósemi í gegnum hv. deild. Og þó að einhverjar smábreytingar verði samþ., sem jeg felli mig ekki við, þá er jeg yfirleitt ánægður með frv. eins og það fer frá hv. deild.