20.01.1928
Neðri deild: 2. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 29 í B-deild Alþingistíðinda. (38)

Kosning fastanefnda

Magnús Guðmundsson:

Jeg spurði um það á nefndarfundi í morgun, hvaða skjöl þetta væru og hvaðan þau ættu að koma. Og mjer var sagt, að einhver skjöl kæmu með „Goðafossi“. En jeg fjekk ekkert að vita, hvaða skjöl þetta væru. Leyfi jeg mjer því að gera þá fyrirspurn, hvaða skjöl það eru, sem von er á, og hvenær þau muni koma. Því að það er auðsætt, að það er ekki forsvaranlegt að bægja mönnum frá því að taka þátt í þingstörfum, sem löglega eru kosnir.