26.03.1928
Neðri deild: 57. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4457 í B-deild Alþingistíðinda. (3824)

103. mál, Landsbanki Íslands

Ólafur Thors:

Jeg veit nú ekki, hvort mín orð verða mikils metin hjer, ekki síst þar sem hæstv. dómsmrh. kallaði mig og hv. þm. Dal. „idiota“ áðan, þótt hann kæmi því þá ekki í þingtíðindin. En jeg vildi gjarnan heyra ýmislegt um málið, því að jeg er ekki sjerfróður í bankamálum, en eins og menn vita, hefir störfum þingsins hingað til verið hagað á þann veg, að við neðri deildarmenn höfum ekki átt kost á að hlýða á hyggilegar umr. um málið í hv. Ed.