17.02.1928
Efri deild: 25. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1363 í B-deild Alþingistíðinda. (386)

21. mál, lífeyrir starfsmanna Búnaðarfélags Íslands

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Eins og drepið er á í nál., fjekk fjhn., undir meðferð þessa máls, erindi frá 5 af starfsmönnum Búnaðarfjelags Íslands, og var þar farið þess á leit við nefndina, að frv. væri breytt í þá átt, að ákvæði þess væru heimild, en ekki skylda. Nefndin leit svo á, að rjett væri að verða við þessari ósk starfsmannanna, og hefir hún því orðað frv.-gr. upp aftur. Jeg sje ekki annað en að það sje rjettasta leiðin að heimila starfsmönnum Búnaðarfjelagsins að tryggja sjer lífeyri, en ekki skylda þá, þar sem ýmsir meðal þeirra óska ekki eftir því.