12.04.1928
Neðri deild: 69. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4646 í B-deild Alþingistíðinda. (3876)

103. mál, Landsbanki Íslands

Forseti (BSv):

Mjer hefir borist svofelt erindi:

„Samkvæmt 37. gr. þingskapanna krefjumst vjer undirritaðir þess, að greidd sjeu þegar atkvæði um það, hvort umræðum um 2. mál á dagskránni skuli slitið þegar í stað og gengið til atkvæða. — Alþingi 12. apríl 1928. — Ingólfur Bjarnarson, Bernharð Stefánsson, Hannes Jónsson, Lárus Helgason, Hjeðinn Valdimarsson, Sveinn Ólafsson, Jörundur Brynjólfsson“.

Það er skylda samkv. þingsköpum að bera þetta upp. En tveir hv. þdm. hafa þegar kvatt sjer hljóðs, og samkvæmt gamalli þingvenju tel jeg rjett, að þeir fái að taka til máls, þótt tillagan verði samþykt.