12.04.1928
Neðri deild: 69. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4656 í B-deild Alþingistíðinda. (3894)

103. mál, Landsbanki Íslands

Forseti (BSv):

Jeg fer eftir þeim fyrirmælum í 35. gr. þingskapa, sem mæla svo fyrir: „Þó er jafnan heimilt að gera stutta athugasemd um atkvæðagreiðslu, um gæslu þingskapa og til þess að bera af sjer sakir.“ Í þessum ákvæðum virðist mjer liggja nokkuð víðtækar heimildir til málfrelsis, og hljóti þau að takast til greina, þótt ekki fari fram umræða máls að öðru leyti. Því hefi jeg leyft stuttar athugasemdir.