12.04.1928
Neðri deild: 69. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4658 í B-deild Alþingistíðinda. (3897)

103. mál, Landsbanki Íslands

Ásgeir Ásgeirsson:

Jeg óska leyfis að bera upp fyrirspurn fyrir hæstv. forseta áður en jeg greiði atkvæði, þess efnis, hvort hann myndi ekki síðar, ef hv. þm. gera sig bera að málrófi, geta fallist á að skera niður umræður án þess að þeir, sem þá hafa kvatt sjer hljóðs, er till. kemur fram, fái að taka til máls. Slíkt er heimilt eftir þingsköpum.