11.02.1928
Neðri deild: 20. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1377 í B-deild Alþingistíðinda. (404)

6. mál, laun embættismanna

Ólafur Thors:

Jeg verð að lýsa undrun minni yfir þessum fáu orðum hv. frsm. Jeg veit vel, að jeg gerði ekki fyrirvara minn fyr en jeg að forminu til var búinn að samþykkja frv. En það er undarlegur skrípaleikur, sem hv. frsm. leikur hjer. Hann kemur fram hátíðlega og lætur eins og aldrei hafi gerst það, sem honum hlýtur þó að vera í fersku minni. Hv. þm. er varla svo minnislaus, að hann muni ekki eftir þeim umræðum, sem urðu um fyrirvara minn í nefndinni, þótt ekki sjeu þær skráðar í fundargerðina.