16.04.1928
Efri deild: 72. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4854 í B-deild Alþingistíðinda. (4066)

64. mál, hvalveiðar

Fjmrh. (Magnús Kristjánsson):

Jeg álít það hreinan óþarfa að tefja tímann með umr. um þetta atriði þingskapa, því að það munu vera til önnur ákvæði í þingsköpum, sem skýra þetta betur. Og ef því er haldið til streitu, að atkvgr. sje vafasöm, þá tel jeg sjálfsagt að telja atkv. þess, sem ekki greiddi atkv., með meiri hl.