17.04.1928
Neðri deild: 74. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4856 í B-deild Alþingistíðinda. (4071)

64. mál, hvalveiðar

Ásgeir Ásgeirsson:

Hv. Ed. hefir gert tvær breytingar á frv., og er önnur sú, að hver hvalveiðastöð greiði árlega 3000 kr. og auk þess 1000 kr. af skotbát í ríkissjóð, og hin sú, að eingöngu megi nota íslenska skotbáta. Jeg vil sem flm. aðeins mælast til þess, að frv. verði samþ. með þessum breytingum.