11.02.1928
Neðri deild: 20. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1381 í B-deild Alþingistíðinda. (410)

6. mál, laun embættismanna

Sigurður Eggerz:

Jeg vil aðeins vekja eftirtekt hv. frsm. á því, að jeg ætlaðist ekki til, að milliþinganefnd sú, er jeg vildi skipa nú til að athuga launamálið, lyki störfum sínum fyrir næsta Alþingi, heldur væri nóg að hún lyki þeim svo snemma, að stjórnin gæti íhugað málið fyrir þing 1930. En hv. frsm. blandaði saman skoðun minni og till. hv. 2. þm. G.-K. Jeg vil þakka hv. form. nefndarinnar (HStef) fyrir það, að hann hefir sýnt það, að jeg hefi farið með rjett mál. Jeg skal samt ekki vera þungorður í garð hv. frsm. Vil líta svo á, að unggæðisháttur hafi valdið þessari frásögn hans.