14.02.1928
Neðri deild: 22. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1384 í B-deild Alþingistíðinda. (413)

6. mál, laun embættismanna

Ólafur Thors:

Jeg hefi borið hjer fram þá brtt., er jeg boðaði við 2. umr. þessa máls og gerði þá grein fyrir, að í stað „1930“ í niðurlagi frv. komi: 1929. Þessi brtt. mín er borin fram í fullu trausti þess, að sá tími nægi stjórninni til þess að athuga þetta mál svo, að hún sjái sjer fært að bera fram frv., um það á næsta þingi.

Viðvíkjandi till, hæstv. forsrh. vil jeg geta þess, að fjhn. hefir ekki athugað hana. Jeg álít það vel við eiga, að nefndinni gefist kostur á að rannsaka og ræða hana nánar, áður en hún er lögð fyrir hv. deild, og óska jeg því, að málið verði tekið út af dagskrá.