09.03.1928
Efri deild: 43. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4726 í B-deild Alþingistíðinda. (4170)

72. mál, dómsmálastarf, lögreglustjórn, gjaldheimta o.fl. í Reykjavík

Ingibjörg H. Bjarnason:

Jeg vil gera grein fyrir atkv. mínu. Jeg get tekið undir með hv. þm. Snæf., að það væri gott, ef hægt væri að lagfæra ósamræmið, sem er á milli tekna þessara embættismanna ríkisins og annara. Fyrir því mun jeg greiða atkv. með frv. til 3. umr. og í þeirri von, að sú leið verði farin, sem mjer þykir rjett og kemur að fullum notum.