20.01.1928
Neðri deild: 2. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í B-deild Alþingistíðinda. (42)

Kosning fastanefnda

Sigurður Eggerz:

Eftir þessa síðustu ræðu þurfti jeg reyndar ekki að standa upp. Jeg ætlaði að benda á þetta sama, að þrátt fyrir það nána samband milli stjórnarflokksins og Alþýðuflokksins, því veit jeg ekki, hvort Framsóknarflokkurinn eða mikill þorri hans gæti fallist á, að hann væri innlimaður í Alþýðuflokkinn. Jeg er hræddur um, að það færi hrollur um bændurna úti um land, ef sú fregn bærist til þeirra.

Jeg þarf vart að undirstrika, að jeg er sjerstakur flokkur í þinginu. Hefi aðeins verið í kosningasambandi við Íhaldsflokkinn um nefndir, en var ekki í kosningasambandi um forseta.