27.02.1928
Neðri deild: 33. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1419 í B-deild Alþingistíðinda. (468)

11. mál, fræðslumálanefndir

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Mentmn. hefir ekki borið fram neinar brtt. við þetta frv. Þó þykir rjett að láta þess getið í framsögu, að þar sem talað er um skriflega kosningu í stjórn barnakennarafjelags Íslands, þá kemur slíkt ekki til framkvæmda fyr en vorið 1929. Auk þess er rjett að benda á, að „starfandi kennarar“ eru þeir kennarar, sem settir eru og skipaðir af kenslumálaráðuneytinu samkvæmt lögum frá 1919. Orðin „tilhögun prófa“ í 2. gr. ná og til þess, á hvaða tíma próf skuli haldin.

Aðrar aths. þarf jeg ekki að gera fyrir hönd nefndarinnar. Taldi hún nægja að geta þessa í framsögu án þess að gera nokkrar brtt. um það.