20.02.1928
Neðri deild: 27. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1465 í B-deild Alþingistíðinda. (531)

27. mál, bændaskóli

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg vil aðeins geta þess, að þótt mjög skýr orð hafi fallið hjer í Nd. í þá átt að auka verklegu kensluna, þá veit hv. þm. Borgf., að það þarf ekki að vera vilji þingsins fyrir því. Hann veit vel, hvernig fór með gin- og klaufaveikifrv. t. d. í fyrra, sem var samþ. í Nd., en strádrepið fyrir okkur í Ed. slíkt gæti eins vel komið fyrir í þessu máli.

En það er hin stóra spurning, hvort það er vilji þingsins að breyta kenslunni í Hólaskóla og láta hana vera meira verklega, í stað hinnar bóklegu kenslu. (HK: En hví má ekki breyta báðum skólunum?). Hjer er aðeins um tilraun að ræða, og gefist hún vel á Hólum, er auðvitað sjálfsagt að breyta báðum skólunum.