22.02.1928
Neðri deild: 29. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1473 í B-deild Alþingistíðinda. (540)

27. mál, bændaskóli

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Út af fyrirspurn hv. 1. þm. Skagf. vil jeg geta þess, að jeg bjóst við, að fram kæmi till. á grundvelli þeirra aths., sem bæði hann og hv. þm. Borgf. komu með við 2. umr. skal annars segja það, að samkv. frv. á stj. að ákveða í samráði við stjórn Búnaðarfjelags Íslands, hvort hafa skuli opinberan búrekstur. Jeg er því ekki ákveðið meðmæltur, en jeg veit, að einn stjórnarmeðlimurinn er það, hv. þm. Mýr. Það er því undir fulltrúa Íhaldsflokksins í stjórn Búnaðarfjelagsins komið, hvaða stefna verður tekin í málinu. En stj. ræðst ekki í opinberan búrekstur, nema eftir ein dregnum kröfum Búnaðarfjelagsins, og þær koma ekki frá mjer; þær koma frá hv. þm. Mýr. og fulltrúa Íhaldsflokksins, ef þær koma.