13.02.1928
Neðri deild: 21. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1532 í B-deild Alþingistíðinda. (590)

12. mál, betrunarhús og vinnuhæli

Magnús Guðmundsson:

Jeg tók svo eftir hjá hæstv. ráðh., að Landsbankinn væri nú eigandi þessa húss hjá Eyrarbakka og að hann hefði keypt það á uppboði fyrir um 20 þús. kr. Þess vegna vildi jeg spyrjast fyrir um það hjá hæstv. ráðh., hvort það mundi standa til boða hjá Landsbankanum, að hann ljeti húsið af hendi fyrir þessa upphæð. Mjer er nefnilega ekki ljóst, hvort Landsbankinn hefir fengið fult endurgjald fyrir þá kröfu, sem hann hafði, eða hvort krafan hefir verið hærri. Vildi jeg því spyrja, hvort leitað hefði verið hófanna um það, hvort bankinn ljeti húsið af hendi fyrir þetta verð.