21.01.1928
Neðri deild: 3. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1684 í B-deild Alþingistíðinda. (747)

10. mál, sundhöll í Reykjavík

Magnús Guðmundsson:

Jeg skildi hæstv. dómsmrh. svo, að hann væri því meðmæltur að veita öðrum tiltölulegan styrk til Sundlaugabygginga við það, sem hjer er gert ráð fyrir að veitt sje Reykjavíkulbæ. En það hefir þá gleymst að breyta þessu í fjárlagafrv. Það hefði þó að minsta kosti mátt geta um það í athugasemdunum við frv. En það hefir ekki verið gert, svo það lítur svo út, sem hæstv. ráðherra hafi ekki komið til hugar það misrjetti, sem hjer er farið fram á, að skuli eiga sjer stað, fyr en nú.

En hvað segir hæstv. ráðherra um það, hvað gera skuli til að rjetta hlut þeirra, sem búnir eru að byggja sundlaugar með styrk, er nemur aðeins 1/5 hluta? Fá þeir meira?

Þótt svo kunni að vera, að sumum finnist heimavistin við mentaskólann ekki sambærileg við þetta mál, þá er þó til annað mál, sem heimavistin þolir vel samanburð við, og það er letigarður hæstv. stjórnar.