14.03.1928
Efri deild: 47. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1747 í B-deild Alþingistíðinda. (791)

10. mál, sundhöll í Reykjavík

Halldór Steinsson:

Hv. 2. landsk. álítur, að skólarnir hjer í Reykjavík hafi ekki greiðan aðgang að sundlaugunum. — Jeg hefi aldrei heyrt kvartað yfir því, að þeir, sem vildu, gæta ekki lært hjer sund. Hæstv. dómsmrh. virtist mjer sammála um, að hjer væru góðar aðstæður til að læra sund yfirleitt, og þessi sundskáli verður því einskonar toppur á þessum þægindum. En mjer þykir hann of dýr og er þess fullviss, að efla megi sundíþróttina með miklu minna fje en hjer er gert ráð fyrir.