22.02.1928
Efri deild: 29. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1778 í B-deild Alþingistíðinda. (812)

26. mál, byggingar- og landnámssjóður

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Ræða hv. 1. þm. G.-K. sýnir ljóst, hve langt þessi hv. þm. er kominn á hnignunarskeið. Hann telur sig hafa farið í gegnum allar bækur bankans á síðastliðnu sumri, en þó ekki orðið var við þær upphæðir, er jeg nefndi, og þykist því vita, að þær sjeu ekki til. En jeg hygg þó raunar fremur, að hann viti það, að tveir menn, sem báðir stunduðu spákaupmensku (annar var embættismaður, sem nú er dáinn, en hitt var kaupmaður), fengu eftirgefnar um ½ milj. kr. í Landsbanka Íslands. Þessir menn áttu báðir í Morgunblaðinu og voru meðal æstustu og ósvífnustu fylgismanna Íhaldsflokksins.