27.02.1928
Neðri deild: 33. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1789 í B-deild Alþingistíðinda. (822)

26. mál, byggingar- og landnámssjóður

Gunnar Sigurðsson:

Jeg skal ekki lengja mjög umr., en jeg get ekki stilt mig um að minnast á það, að þegar verið er að ræða urri byggingu nýbýla, kemur manni einkennilega fyrir sjónir áhugi manna á því, þegar mörg býli eru að leggjast í eyði. Nýbýli þýðir hvergi að byggja nema þar, sem markaðsskilyrði eru fyrir hendi, og bættar samgöngur komi samhliða.

Jeg vil leyfa mjer að þakka hæstv. atvmrh. fyrir þau ummæli, að nýbýlabyggingin eigi að byrja á Suðurlandsundirlendinu, en um leið vil jeg geta þess, að jeg hefi enga trú á, að það þýði neinsstaðar að byggja nýbýli, nema samgöngur verði bættar jafnhliða. (HStef: Það gætu þá einhverjir þegið það annarsstaðar á meðan). En svo er önnur hlið, og það eru lánskjörin. Hvernig eiga bændasynir, sem hvergi hafa möguleika til að ná í peninga, að geta staðið straum af þeim kostnaði? Það mun sannast, að nýbýlamálið kemst aldrei á rjettan kjöl fyr en lánskjör og samgöngur eru bættar í senn. Það rekur þá að því, að þetta verður ekki einungis tap fyrir ríkið, heldur líka einstaklingana, og vildi jeg benda nefndarmönnum á að hafa þetta hugfast og vera mjög varkárir.