23.03.1928
Neðri deild: 55. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1845 í B-deild Alþingistíðinda. (890)

5. mál, ýmsir tollar og gjöld með 25% gengisviðauka

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Aðstaðan í þessu máli er nú mjög breytt frá því að það var síðast hjer til umr. Það má nú telja, að ríkissjóði hafi verið trygðar auknar tekjur, og þegar svo er komið, víkur málinu alt öðruvísi við. Eins og á stóð þegar málið var hjer til umr. Síðast, var þess ekki að vænta, að hv. þdm. sæju sjer fært að fella þetta niður, en nú tel jeg, að aðstaðan hafi breytst, svo að jeg vil mæla með því, að þessum tollum, sem vitanlegt er, að hvíla mjög þungt á öllum almenningi í landinu, verði ljett af.