23.03.1928
Neðri deild: 55. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1875 í B-deild Alþingistíðinda. (908)

5. mál, ýmsir tollar og gjöld með 25% gengisviðauka

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallason):

Jeg verð að játa, að jeg er í töluvert miklum vanda, hvernig jeg á að svara þessari alvöruþrungnu ræðu vinar míns, hv. þm. Barð. Jeg tek vitanlega við öllu þessu sem föðurlegum áminningum frá honum, af því að hann er mjer eldri maður. En hann hefir haft mjög þung orð um brígsl og eitthvað, sem „líktist ábyrgðarleysi“.

Þetta var annarsvegar, en hinsvegar talaði hann um djúpa virðingu, sem hann bæri fyrir formanni stjórnarinnar. (HK og ÓTh: Sem „prívat“manni!). Undir slíkum kringumstæðum er mjer altaf gjarnara að leggja út á betri veg, og þess vegna ætla jeg að taka ummælum hv. þm. með mikilli vinsemd, einkanlega vegna þeirra góðu orða hans um „hlutleysi, ef ekki stuðning“ við landsstjórnina. Jeg þakka.