28.01.1928
Neðri deild: 8. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1893 í B-deild Alþingistíðinda. (923)

29. mál, jarðræktarlög

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Í jarðræktarlögunum er svo mælt fyrir, að þau skuli endurskoða á þessu ári. Var á sínum tíma framkvæmd mikil undirbúningsvinna í þessu skyni af Búnaðarfjelagi Íslands. Var málið tekið til meðferðar á síðasta búnaðarþingi og voru þar samþyktar allmargar till. um breytingar á lögunum. Þessi skjöl hafa verið afhent milliþinganefndinni í landbúnaðarmálum, en hún hefir svo samið frv. það, sem hjer er lagt fram mjög lítið breytt.

Milliþinganefndin skoðar þetta frv. aðeins sem bráðabirgðabreytingar á jarðræktarlögunum, en er að undirbúa miklu víðtækari endurskoðun þeirra.

Jeg get þess í þessu sambandi, að mjög mikið gagn hefir orðið að jarðræktarlögunum. Og þar sem einmitt þessa dagana er verið í Búnaðarfjelaginu að leggja síðustu hönd á skýrslu um jarðabætur á síðasta ári, þykir mjer rjett að láta hjer með fylgja dálítið yfirlit um jarðabætur hjer á landi áður og eftir að jarðræktarlögin gengu í gildi. Þessi lög voru samþykt á Alþingi 1923, en í fyrsta skifti voru mældar jarðabætur samkv. þeim vorið 1925, og eru það þær jarðabætur, sem unnar voru árið 1924. Nú hafa jarðabæturnar verið mældar 3 ár síðan lögin gengu í gildi, og mun eftirfarandi skýrsla sýna, hvert gagn þau hafa gert. En til samanburðar les jeg fyrst, hve mörg dagsverk hafa verið unnin að jarðabótum nokkur ár áður en þessi lög komu til framkvæmda.

Jarðabætur hafa alls verið unnar á öllu landinu :

1872 8400 dagsverk

1892 30000

1912 158000

1918 68000

1923 101000

1924 237873

1925 354480

1926 496000

Síðasta talan er þó eigi nákvæm, með því að enn vantar nokkrar skýrslur frá því ári. Síðustu 3 árin hafa verið unnin rúmlega 1 milj. dagsverk að jarðabótum, en á árunum 1893 til 1923 voru alls unnin 2,6 milj. dagsverk, eða á þessum 30 árum ekki meira en rúmlega helmingi meira en það, sem unnið var á fyrstu þrem árunum, eftir að jarðræktarlögin gengu í gildi.

Allar jarðabætur, taldar í dagsverkum, sem unnar hafa verið árin 1924, 1925 og 1926:

1924

1925

1926

Samtals

Gullbringu- og Kjósarsýsla og Rvík

50071

63748

66530

180349

Borgarfjarðar- og Mýrarsýsla

12901

41712

40436

95049

Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla

5926

11117

8352

25395

Dalasýsla

3634

14376

* 4504

22514

Barðastrandarsýsla

1813

5588

15233

22634

Ísafjarðarsýsla . . . . . . . . .

11323

14839

26164

52326

Strandasýsla . . . . . . . . . .

5210

8016

10239

23465

Húnavatnssýsla . . . . . . . . .

13773

18009

21534

53316

Skagafjarðarsýsla . . . . . . . .

17203

23046

34248

74497

Eyjafjarðarsýsla og Akureyri . . . .

26651

26789

29200

82640

Þingeyjarsýslur . . . . . . . . .

12275

24568

22545

59388

Norður-Múlasýsla . . . . . . . .

9422

417

18303

28142

Suður-Múlasýsla . . . . . . . .

8758

4920

16476

30154

Skaftafellssýslur . . . . . . . . .

10368

15851

14134

40353

Vestmannaeyjar . . . . . . . . .

3668

2204

1481

7353

Rangárvallasýsla . . . . . . . .

18229

36406

43773

98408

Árnessýsla . . . . . . . . . . .

26648

42882

52829

122359

Samtals . .

237873

354488

425981

1018342

* Úr Dalasýslu vantar 4 skýrslur 1926.

Mestar hafa jarðabæturnar verið í þessum sýslum: Gullbringu- og Kjósarsýslu og Reykjavík 180 þús. dagsverk, Árnessýslu 122 þús. dagsverk, Rangárvallasýslu 98 þús. dagsverk.

Þá vil jeg bæta við sundurliðaðri skýrslu, en hún nær ekki nema yfir þessi tvö ár, 1924–'25, sem sýnir, hvernig styrkurinn hefir skifst milli hinna einstöku jarðabóta þessi tvö ár:

1924

1925

Samtals

Til áburðarhúsa hefir gengið

kr. 30135.00

kr. 43008.00

kr. 73143.00

— túnræktar — —

— 101249.00

— 157352.00

— 258601.00

— garðræktar — —

— 1702.40

— 1483.20

— 3185.60

Samtals

kr. 133086.40

kr.201843.20

kr.334929.60

Jeg skal svo ekki þreyta hv. þdm. með því að lesa upp skýrslu um, hvernig styrkurinn hefir skifst í krónutali á sýslurnar, en aðeins geta þess, að Gullbringu- og Kjósarsýsla ásamt Reykjavík hefir verið hæst, hlotið mestan styrk. Næst henni er Eyjafjarðarsýsla, þá Rangárvallasýsla og sú fjórða er Skagafjarðarsýsla. En alls er styrkurinn, sem kemur til úthlutunar nú, ca. 260 þús. kr. Af þessum tölum er það ljóst, að það er gleðileg framför í þessum efnum. Virðist því ekki annað fyrir hendi en halda áfram á þessari sömu braut og styðja jarðræktarframkvæmdirnar eftir megni.

Að síðustu skal jeg geta þess, hvernig landsetar á kirkjujörðum og þjóðjörðum hafa notfært sjer þá heimild jarðræktarlaganna, að vinna af sjer landskuldina með jarðabótum. Er þá fyrst, að 1924 vinna 70 landsetar á kirkjujörðum 3891 dagsverk, sem gera 21511 kr., og 1925 vinna 92 landsetar 4768 dagsverk, sem gera 33378 kr. Árið 1924 vinna 15 landsetar á þjóðjörðum 1420 dagsverk, sem gera 8185 kr., og 1925 20 landsetar 805 dagsverk, sem gera 5947 kr.

Skal jeg svo ekki hafa þessi orð fleiri, en vænti þess, að háttv. landbn. sýni þessu máli fullan sóma, og legg svo til, að því verði vísað til hennar að umr. lokinni.