25.02.1928
Neðri deild: 32. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1928 í B-deild Alþingistíðinda. (940)

29. mál, jarðræktarlög

Haraldur Guðmundsson:

Jeg þakka hæstv. forsrh. fyrir greið svör við spurningu minni. Þó voru þau ekki eins góð og jeg gjarnan hefði óskað. Hann upplýsti, að hann liti svo á, að kaupstaðir, sem láta gera jarðabætur, hafi ekki rjett til styrks samkvæmt jarðræktarlögunum.

Jeg býst við að bera fram brtt. við 3. umr. til rjettingar þessu og fjölyrði ekki um það nú.

Þá sagði hann viðvíkjandi fyrirspurn minni um skýrslusöfnun samkv. 21. gr. jarðræktarlaganna, að það vantaði mikið á, að skýrslur væru komnar frá öllum kaupstöðum. Vildi jeg skora á hæstv. stj. að leggja fyrir stjórn Búnaðarfjelagsins að láta hraða þessari skýrslusöfnun eftir föngum.