25.02.1928
Neðri deild: 32. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1930 í B-deild Alþingistíðinda. (942)

29. mál, jarðræktarlög

Haraldur Guðmundsson:

Út af orðum hv. 1. þm. Skagf. vil jeg taka það fram, að mjer finst ekki rjett að miða styrkinn til jarðabóta við það, hve hægt er fyrir menn að koma afurðum sínum á markað. Mjer finst ómögulegt að gera upp á milli manna í þessu efni, enda gera lögin alls ekki ráð fyrir því og í framkvæmdinni hefir það aldrei verið gert.

Jeg tel jafnframt hyggilegast að hvetja menn fyrst og fremst til að leggja fje í jarðabætur einmitt þar, sem mestar líkur eru til, að þær borgi sig best og skili fjenu fljótast aftur. Það er blátt áfram sjálfsagt af hagfræðilegum ástæðum.