16.05.1929
Neðri deild: 70. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2277 í B-deild Alþingistíðinda. (1012)

101. mál, póstmál og símamál

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg á hjer brtt. á þskj. 662, sem er í samræmi við það, sem jeg og aðrir nm. í samgmn. höfum talið sjálfsagt, nefnil. að þess væri krafist af þeim mönnum, sem eiga að hafa forstöðu þessara stofnana á hendi, að þeir hafi þekkingu á starfinu. Það er mjög óviðeigandi, og enda fágætt að jeg hygg, að þeir, sem eiga að segja öðrum fyrir um störf, hafi hvorki þekkingu á nje æfingu í starfinu.

Jeg vona, að jeg þurfi ekki að mæla með þessu frekar og hv. þdm. samþ. þessa brtt.