16.05.1929
Neðri deild: 70. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2283 í B-deild Alþingistíðinda. (1017)

101. mál, póstmál og símamál

Magnús Guðmundsson:

Það kemur nú fram hjá hv. frsm. meiri hl., að hann þorir ekki að treysta því, að þetta mál gangi í gegn, ef breyt. verður gerð hjer. Það er náttúrlega ekki til neins að karpa um þetta lengi. En jeg sje ekki ástæðu til, þrátt fyrir þessa andstöðu hans, að taka till. aftur, en lofa þá meiri hl. að drepa hana, ef hann vill. En það hefir þó hafst upp úr umr., að lýst var yfir af hv. frsm., að hann sje samþ. till. Það eina, sem vantar, er það, að þetta verði framkvæmt eins og gert er ráð fyrir í till. Við það verður víst að sitja, þegar meiri hl. vill ekki einusinni sýna þá sanngirni að orða skýrt þá hugsun, sem hann viðurkennir, að liggi til grundvallar.