06.05.1929
Neðri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í B-deild Alþingistíðinda. (104)

14. mál, Búnaðarbanki Íslands

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Jeg býst ekki við, að landbn. þessarar hv. deildar geti gefið miklar upplýsingar um gang málsins í hv. Ed., eða um það, hvers vegna þessi hlutföll voru ákveðin þar. Við, sem hjer sitjum, höfum alt annað að gera en að hlusta á umr. í hv. Ed., og jeg vil taka undir það með hæstv. forsrh., að íhaldsmenn hjer í deildinni eiga greiðan aðgang að því að fá þessar upplýsingar hjá flokksbræðrum sínum í hv. Ed., því að það var þeirra flokkur, sem, í fjelagi við jafnaðarmenn, kom þessum nýja kafla inn í frv. í Ed.

Um síðari brtt. n. tók jeg það fram áðan, að hvað hlutföllunum viðvíkur, þá sá n. ekki ástæðu til þess að fara að veita hærri fasteignaveðslán út á smábýli við kaupstaði heldur en aðrar fasteignir, en eftir að hafa heyrt ummæli hæstv. forsrh. um endurskoðun kaflans, sem jeg get ekki skilið öðruvísi en svo, að hann ætli að leggja nýtt frv. fyrir næsta þing um þetta mál, þá legg jeg minni áherslu á þessa brtt. n. Þó að hún sje rjettmæt, þá er sennilega ekki mikill skaði skeður, þótt þessi lagfæring dragist um eitt ár, en samt ber ekki að skilja þetta svo, að ákveðið sje í n. að taka till. aftur.