02.03.1929
Neðri deild: 12. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2313 í B-deild Alþingistíðinda. (1047)

47. mál, kosningar til Alþingis

Hjeðinn Valdimarsson:

Áður var þeim, sem fluttu þetta frv., gefið tækifæri til þess að sýna, að þeir gerðu það einungis til þess, að kjósendur í sveit gætu notið atkvæðisrjettar síns, en ekki til þess að meina bæjarbúum hið sama. Jeg verð að skýra frá, að ef þetta mál nær svo langt að komast í nefnd, þá mun það koma enn greinilegar í ljós, að þeir, sem flytja þetta frv., gera það ekki sjerstaklega til þess að fleiri í sveitunum fái að kjósa, heldur aðallega til þess að meina bæjarbúum að nota sinn kosningarrjett. Það er enginn vafi, að fyrir flutningsmönnum vakir þetta fyrst og fremst. Jeg vil a. m. k. sjerstaklega benda á hv. 1. þm. Skagf. í því sambandi.