24.04.1929
Neðri deild: 53. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2320 í B-deild Alþingistíðinda. (1063)

47. mál, kosningar til Alþingis

Haraldur Guðmundsson:

Jeg kann ekki við það orðalag hjá hæstv. forseta, að setja stíflu fyrir mál með því að ræða önnur. Við jafnaðarmenn eigum vitanlega sama rjett og aðrir þm. til þess að ræða um málin. En annars verður forseti að viðurkenna það, að þessi mál voru sett svo aftarlega á dagskrána, að vonlaust var, að þau kæmu til umr.